Íbúðir á svæðinu gætu orðið allt að 850

Á öllu Hlíðarendasvæðinu má búast við allt að 800 til 850 íbúðum, en um 200 þeirra verða svokallaðar stúdentaeiningar og til útleigu fyrir námsmenn. Þetta kom fram á kynningu um uppbyggingu á svæðinu, en félagið Valsmenn hf. stefnir á að byrja jarðvegsframkvæmdir strax á þessu ári vegna um 600 íbúða og verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Íþróttafélagið Valur og Reykjavíkurborg eiga til viðbótar reiti á svæðinu, en með þeirri uppbyggingu má gera ráð fyrir allt að 250 fleiri íbúðum.

Brynjar Harðarson, formaður Valsmanna hf., segir í samtali við mbl.is að framkvæmd þeirra muni taka sex ár og að fjármögnunin sé fjölþætt. Þegar hafi náðst samstarf við íslenska fagfjárfesta um þátttöku í verkefninu, en heildarkostnaður þess er á bilinu 25 til 30 milljarðar.

Valsmenn hf. er í 40% eigu Knattspyrnufélagsins Vals, en rúmlega 400 einstaklingar eiga 60% hlut. Félagið var stofnað sem fjárhagslegur bakhjarl Vals.

Frétt mbl.is: Áherslan á smærri íbúðir við Hlíðarenda

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK