QuizUp komið út fyrir Android

Spurningaleikurinn QuizUp hefur notið mikilla vinsælda.
Spurningaleikurinn QuizUp hefur notið mikilla vinsælda. mynd/Plain Vanilla

Spurningaleikurinn QuizUp, sem framleiddur er af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla, er nú einnig fáanlegur fyrir eigendur Android-síma og -spjaldtölva en fram að þessu hefur aðeins verið hægt að spila leikinn í gegnum iPhone og iPad.

Síðan leikurinn var gefinn út í nóvember 2013 hafa keppendur í 230 löndum spilað yfir einn milljarð leikja en í QuizUp er að finna rúmlega 200 þúsund spurningar í um 400 flokkum og bætist fjöldi spurninga í safnið á hverjum degi.

Nú þegar Android-notendum gefst kostur á að spila QuizUp er búist við að notendum leiksins fjölgi gríðarlega, að því er segir í tilkynningu.

Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla, ásamt starfsfólki.
Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri og stofnandi Plain Vanilla, ásamt starfsfólki.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK