Segist ekki vera höfundur bitcoin

Hér má sjá hús Satoshi Nakamoto, en Newsweek fullyrðir að …
Hér má sjá hús Satoshi Nakamoto, en Newsweek fullyrðir að hann sé höfundur Bitcoin. FREDERIC J. BROWN

Eftir áralangar vangaveltar og getgátur taldi blaðamaður Newsweek sig hafa svipt hulunni af höfundi rafræna gjaldmiðilsins bitcoin. Hingað til hefur huldumaðurinn verið þekktur undir nafninu „Satoshi Nakamoto“ en Newsweek fullyrðir að rétt nafn mannsins sé Dorian S. Nakamoto og að hann sé 64 ára gamall Bandaríkjamaður af japönskum uppruna.

Blaðamaðurinn bankaði upp á heimili Nakamotos í úthverfi Los Angeles en hann kom ekki til dyra, heldur kallaði þess í stað á lögregluna. Nakamoto er verkfræðingur að mennt og hefur starfað hjá ýmsum leynistofnunum bandaríska ríkisins.

Nakamoto þvertók hins vegar fyrir það að hafa átt þátt í því að setja bitcoin á laggirnar. Í viðtali við fréttastofu AP sagðist hann fyrst hafa heyrt af bitcoin þegar sonur hans lét hann vita fyrir þremur vikum að blaðamaður Newsweek hefði reynt að ná tali af honum vegna gjaldmiðilsins.

Forsíða Newsweek var undirlögð af málinu en blaðið kom í fyrsta sinn út á prenti í tvö ár í gær.

Sama dag og blaðið kom út fjölmenntu blaðamenn fyrir utan heimili Nakamotos en fréttamanni AP tókst hins vegar að ná einkaviðtali við hann. Þar sagðist hann, eins og áður sagði, ekki kannast við málið.

Áhugi Nakamoto á tölvum, tækni og frjálshyggju rennir stoðum undir grun margra um að hann sé höfundur bitcoin. Bróðir hans hefur talað um hann sem bráðgáfaðan verkfræðing og þá hafa margir frjálshyggjumenn heillast af hugmyndinni á bak við bitcoin, enda geta stjórnvöld lítil áhrif haft á myntina. Enginn seðlabanki er til dæmis á bak við bitcoin, eins og alla pappírsgjaldmiðla heims.

Hér má sjá brot úr viðtali AP-fréttaveitunnar við Nakamoto.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK