Kostar 50 þúsund á úlfinn frá Wall Street

Jordan Belfort, mun halda fyrirlestur í Háskólabíói þriðjudaginn 6. maí.
Jordan Belfort, mun halda fyrirlestur í Háskólabíói þriðjudaginn 6. maí. talkbacker.com

Jordan Belfort, oft nefndur úlfurinn á Wall Street, hefur staðfest komu sína hingað til lands þriðjudaginn 6. maí, en hann mun halda fyrirlestur um sölutækni í Háskólabíói. Í síðustu viku var sagt frá því að Belfort myndi halda fyrirlestur í Hörpu, en svo virðist sem viðburðafyrirtækið sem ætlaði að standa fyrir þeim fyrirlestri hafi hlaupið á sig, því Belfort hefur gefið út tilkynningu þess efnis að hann muni aðeins halda einn fyrirlestur hér á landi og að það verði 6. maí. 

Fyrri tilkynningin sagði frá því að fyrirtækið Iceland Events stæði á bakvið komu Belforts, en forsvarsmenn þess fyrirtækis könnuðust ekkert við að standa á bak við fyrirlestur hans. Það liggur því ekki fyrir hver hafði skipulagt Hörpuviðburðinn sem ekkert varð af, en það er fyrirtækið Ysland, í eigu Jóns Gunnars Geirdals, sem heldur viðburðinn í Háskólabíói. Miðasala hefst á morgun, en miðarnir munu kosta milli 39.900 og 49.900 að sögn Jóns Gunnars.

Í tilkynningu frá Yslandi kemur fram að Belfort hafi byggt upp „eina öflugustu og ábatasömustu verðbréfamiðlun í sögu Wall Street“. Söguna um hrun hans þekkja þó flestir, en hann var dæmdur til að greiða viðskiptavinum sínum 110,4 milljónir dollara. Til dagsins í dag hefur hann þó aðeins greitt hluta þess fjár, jafnvel þótt hann hafi auðgast ágætlega á útgáfu bókar um sögu sína og kvikmyndaréttinn fyrir myndina The Wolf of Wall Street, þar sem Leonardo DiCaprio lék Belfort.

Nú miðlar Belfort aðferðum sínum og þekkingu til að gera öðrum kleift að öðlast velgengni í starfi jafnt sem einkalífi. Á meðal viðskiptavina hans eru virtustu fyrirtæki heims, t.d. Virgin Atlantic, Deutsche Bank, Symantec, the Royal Bank of Scotland, General Electric, Forbes Manhattan, Investec, Hewlett-Packard, Seðlabanki Bandaríkjanna og alþjóðlegar kauphallir.

Frétt mbl.is: Burtséð frá ruglingu þá virkaði sölukerfið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK