Tólf þúsund hafa sótt sér auroracoin

Um tólf þúsund Íslendingar hafa nú sótt rafmyntina auroracoin sem byrjað var að gefa á miðnætti í gærnótt. Hver og einn landsmaður getur sótt um 31,8 einingar af myntinni á heimasíðu hennar. Þó er nauðsynlegt að auðkenna sig með annaðhvort símanúmeri eða facebookaðgangi.

Miðað við markaðsvirði myntarinnar nú um þessar mundir er virði eininganna um 27 þúsund íslenskar krónur. Það hefur lækkað nokkuð síðan útdeilingin hófst, en í gær var virði eininganna um fjörutíu þúsund krónur.

Þegar þetta er skrifað hafa 383.476,2 einingar verið sóttar, en það nemur um 3,65% af þeim 10.500.000 einingum sem eru í boði fyrir Íslendinga.

Enn er á huldu hver stendur að baki myntinni, en huldumaðurinn kallar sig Baldur Friggjar Óðinsson. 

Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og aðrar opinberar stofnanir hafa varað við miðlinum og kölluðu hann til dæmis sýndarfé í tilkynningu um daginn. Þar kom meðal annars fram að verðgildi myntarinnar væri ótryggt frá einum tíma til annars og að notkuninni fylgdi mikil áhætta.

Frétt mbl.is: Fimm þúsund búnir að sækja auroracoin

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK