„Komdu þá ekki að sjá mig“

„Ef einhverjum á Íslandi finnst að vegna fortíðar minnar eigi ég ekkert erindi þangað - ekki koma! Það er meira en nóg af fólki í heiminum sem vill koma og sjá mig tala. Ég reyni ekki að sannfæra neinn um að hann eigi að koma og sjá mig tala,“ segir Jordan Belfort í einkaviðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins sem kemur út um helgina. Hann segist ekki leggja sig í líma við að sannfæra neinn um að viðkomandi verði að koma. Hann virði þá skoðun fólks, en sé ekki sammála henni. 

Íslendingar þekkja margir orðið Belfort en Leonardo DiCaprio gerði persónunni skil í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street sem fjallar um árin sem hann rak fyrirtækið Stratton Oakmont og hafði háar fjárhæðir af viðskiptavinum sínum. 

„Öllum stafar hætta af þessum aðstæðum. En aðeins sumir sogast inn í þær. Milljón dollara spurningin er þessi: Af hverju láta sumir glepjast en aðrir ekki? Hvað mig varðar er skýringuna að hluta til að finna í því að þegar ég fór 21 árs gamall út í heiminn gat ég ekki beðið eftir því að uppskera. Ég held að mjög margt ungt fólk sé í þeim sporum,“ segir Jordan í viðtalinu.

Belfort er enn í dag afar umdeildur og meðal annars verið gagnrýndur fyrir að standa ekki við gerða samninga um greiðslur til fórnarlamba sinna. Í viðtalinu er meðal rætt við hann um þær greiðslur, líf hans og störf. 

Jordan Belfort.
Jordan Belfort. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK