Stefnir á að auka fjármagn í umferð

Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans.
Mario Draghi, bankastjóri Evrópska seðlabankans. AFP

Evrópski seðlabankinn hyggst skoða á næstu mánuðum ýmsar leiðir til magnbundinnar íhlutunar (e. quantitative easing) á evrusvæðinu til þess að bregðast við lágri verðbólgu. Þetta upplýsti Mario Draghi, seðlabankastjóri, á blaðamannafundi í gær í kjölfar ákvörðunar bankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25%.

„Bankaráð Evrópska seðlabankans er einhuga varðandi þá skuldbindingu að nota allar óhefðbundnar aðferðir innan valdsviðs síns til þess að bregðast með árangursríkum hætti við hættunni af of löngu tímabili lágrar verðbólgu,“ sagði Draghi samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com. Magnbundin íhlutun, sem stundum er kölluð peningaprentun, felur í sér að keyptar eru fjárhagslegar eignir banka til þess að auka fé í umferð þegar hætta er á verðhjöðnun. Hann sagði enn hættu á verðhjöðnun en lagði áherslu á að bankinn væri Evrópski seðlabankinn væri reiðubúinn að bregðast bæði við lágri verðbólgu og verðhjöðnun.

Verðbólga á evrusvæðinu er nú einungis 0,5% sem er vel fyrir neðan verðbólgumarkmið Evrópska seðlabankans. Neikvæð verðbólga þýðir að verðlag lækkar og neytendur eyða minna í von um að fá betri kjör næstu daga eða vikur. Það dregur úr viðskiptum og útflutningur dregst saman þar sem gengi gjaldmiðilsins styrkist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK