Magnús fer úr ráðuneyti til Símans

Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, hefur verið ráðinn til …
Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, hefur verið ráðinn til Símans. mbl.is/ÞÖK

Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri markaðssetningar- og vörusviðs hjá Símanum, en fyrirtækið tilkynnti um skipulagsbreytingar í dag. Auk hans mun Birna Ósk Einarsdóttir taka við sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs, en hún stýrði áður markaðssetningu og vörum. Þá verðu Guðmundur Stefán Björnsson framkvæmdastjóri nýs sviðs sem heitir upplýsingatæknisvið. Hann gegndi áður starfi framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs.

Birna Ósk Einarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri hjá Símanum síðustu þrjú ár, síðast yfir Markaðs- og vörusviði  og tekur nú við Sölu- og þjónustu. Þar er hún flestum hnútum kunnug, enda stýrði hún Einstaklingssviði Símans um skeið. Birna Ósk hóf störf fyrir rúmum þrettán árum hjá Símanum, þá í almannatengslum. Hún starfaði að mannauðsmálum í þrjú ár. Hún var forstöðumaður Verkefnastofu á árunum 2006 til 2010 og stýrði samhliða markaðsmálum 2009-2010. Birna er 38 ára; með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá HÍ og B.Sc. í viðskiptafræði frá HR.

Guðmundur Stefán Björnsson hefur starfað hjá Símanum í nærri sautján ár. Nú síðast stýrði hann Sölu- og þjónustusviði Símans en tekur nú við Upplýsingatæknisviðinu. Guðmundur Stefán starfaði á Fyrirtækjasviði frá stofnun þess innan Símans. Áður en hann varð framkvæmdastjóri þess starfaði hann í sex ár sem forstöðumaður yfir þremur mismunandi deildum hjá Símanum, meðal annars yfir vörustýringu á Fyrirtækjasviði. Guðmundur er 43ja ára iðnaðartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands.

Magnús Ragnarsson er 51 árs, leikari að mennt frá New York og MBA frá Háskóla Íslands. Sl. 15 ár hefur hann að mestu starfað í rekstri og vöruþróun á sviði tækni og afþreyingar. Hann var forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Oz við markaðssetningu hins nýja OTT sjónvarpsapps félagsins. Áður var hann framkvæmdastjóri Gogogic, tölvuleikjafyrirtækis sem smíðaði leiki fyrir samfélagsmiðla og snjallsíma. Áratuginn þar á undan var hann framkvæmdastjóri Latabæjar, Skjás Eins og Pegasusar, sjónvarpsframleiðslufyrirtækis. Hann hefur undanfarið ár verið aðstoðarmaður menntamálaráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK