Meniga fær nýsköpunarverðlaun

Ragnheiður Elín Árandóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Georg Lúðvíksson frkvstj. Meniga, …
Ragnheiður Elín Árandóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Georg Lúðvíksson frkvstj. Meniga, Kristján Freyr Kristjánsson, yfirmaður íslenskrar starfsemi og Sveinn Waage markaðsstjóri.

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands á Nýsköpunarþingi í dag, en það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra sem afhenti verðlaunin. Meniga er í dag með starfsemi í Reykjavík, London og Stokkhólmi og með 80 starfsmenn.

Þýskaland, Spánn og Suður-Afríka eru stærstu markaðir Meniga. Hugbúnaður Meniga nær til, eða mun fljótlega ná til, um fimmtán milljóna netbankanotenda í fjórtán löndum. Meniga hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar fyrir sinn hugbúnað á undanförnum árum og nú hefur fyrirtækinu verið veitt Nýsköpunarverðlaun Íslands.

Nýsköpunarverðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði.  Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.

Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um sé að ræða nýtt sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýskapandi tækni og hugmynd og sé kröfuhart á þekkingu. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK