Uppsagnir hjá Símanum

Ráðist verður í hagræðingu hjá Símanum á næstunni.
Ráðist verður í hagræðingu hjá Símanum á næstunni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á annan tug einstaklinga var í morgun sagt upp hjá Símanum, en félagið tilkynnti starfsfólki í dag um skipulagsbreytingar sem munu eiga sér stað. Skipulagsbreytingarnar fela meðal annars í sér að nýtt svið, upplýsingatæknisvið, verður stofnað.

Á fundi með starfsfólki sagði Orri Hauksson, forstjóri Símans, að mikill kostnaður hefði verið hjá fyrirtækinu og að ráðist væri í breytingarnar vegna hagræðingarkröfu. Meðal þeirra sviða sem munu minnka eru vöru- og markaðssetningasvið.

Í tilkynningu frá símanum segir að skerpt verði á starfsemi fyrirtækisins á upplýsingatæknimarkaði og muni nýtt svið einbeita sér að rekstri, þjónustu, vöruþróun og sölu á upplýsingatækni. 

Síminn segir að eftir breytingu verður skýrari aðgreining en áður milli fjarskiptaþjónustu annars vegar og upplýsingatækni hins vegar. Áhersla verður lögð á stærri fyrirtæki og stofnanir hjá nýja sviðinu og aukið samstarf við dótturfélög Símans sem starfa á sviði upplýsingatækni, Sensa, Staka og Talentu. Staki og Talenta munu starfa undir sama þaki og Upplýsingatæknisvið Símans frá og með maí, þegar starfsemin flyst í Ármúla 31.

Orri Hauksson forstjóri Símans segir þessar breytingar framhald á þeim áherslubreytingum sem unnið hafi verið að á undanförnum mánuðum. „Síminn hefur góða stöðu á flestum þeim mörkuðum sem fyrirtækið starfar á. Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að í upplýsingatækninni getum við gert betur og að við höfum ákveðna sérstöðu sem hægt sé að byggja á. Með því að skerpa fókusinn með þessum hætti og með því að efla samstarf milli Símans og öflugra dótturfélaga skapist spennandi tækifæri.“

Orri Hauksson, forstjóri Símans. Á annan tug starfsmanna fyrirtækisins var …
Orri Hauksson, forstjóri Símans. Á annan tug starfsmanna fyrirtækisins var sagt upp í morgun. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK