Fastlínum hefur fækkað um 30 þúsund

Fastlínuáskriftum hefur fækkað um 30 þúsund frá árinu 2008.
Fastlínuáskriftum hefur fækkað um 30 þúsund frá árinu 2008. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjöldi fastlína í símakerfinu fer ört fækkandi en á sama tíma stendur fjöldi farsímaáskrifta í stað. Helsta aukningin er í hlutfalli 3G og 4G símtækja, fluttu gagnamagni og í hraðari nettengingum í heimahús. Þrátt fyrir að spáð hafi verið um dómsdag SMS skeyta fyrir löngu bæta þau örlítið við sig milli ára og voru rúmlega 412 milljónir á síðasta ári. Meðallengd farsímasímtala heldur einnig áfram að aukast og er nú að nálgast tvær mínútur.

Fastlínur voru á síðasta ári rúmlega 124 þúsund, en þeim fækkaði um tæplega tíu þúsund. Frá árinu 2008 hefur þeim fækkað um 30 þúsund, en það er um 20% fækkun. Mínútufjöldi símtala úr fastaneti nam á síðasta ári tæplega 500 milljón mínútum.

Fjölgaði bara hjá Nova

Áskriftir farsíma voru rúmlega 399 þúsund á síðasta ári og fjölgaði um tæplega eitt þúsund milli ára. Síminn er með flesta áskrifendur í farsímaþjónustu, en þeir voru 145.800 á síðasta ári. Nova er þar rétt á eftir með 126 þúsund áskriftir. Var Nova eina farsímafyrirtækið þar sem áskriftum fjölgaði, en þær voru um 113 þúsund árið á undan.

Farsímaáskriftum með 3G eða 4G tengimöguleika fjölgaði um 20% milli ára og voru þær 274 þúsund í lok árs. Hlutfall farsímaáskrifta með slíkum tengingum fjölgaði úr tæplega 60% af öllum farsímaáskriftum upp í tæplega 70% á árinu.

Meðaltengingin á bilinu 20-50 megabit

Nettengingum á fastlínu eða með ljósleiðara fjölgaði um rúmlega fjögur þúsund á síðasta ári og voru 117 þúsund í lok ársins. Meðalhraði tenginga hefur aukist nokkuð síðustu árin, en tæplega tuttugu þúsund manns fluttust úr því að vera með 10-20 megabita tengingu í að vera með 20-50 megabita tengingu. Miðgildi tenginga liggur því nú á efra bilinu, en var áður milli 10-20 megabit. 

Tæplega 70% farsímaáskrifa eru með 3G eða 4G tengingu.
Tæplega 70% farsímaáskrifa eru með 3G eða 4G tengingu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK