Hlutabréf í Coke hækka um 3%

AFP

Þrátt fyrir að hagnaður Coca-Cola hafi dregist saman á fyrsta fjórðungi ársins var afkoma félagsins betri en greinendur á fjármálamarkaði höfðu reiknað með.

Í frétt Reuters segir að hagnaður félagsins á fyrsta fjórðungi ársins hafi numið 1,62 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 182 milljarða íslenskra króna, en hagnaðurinn var 1,75 milljarðar Bandaríkjadala, sem jafngildir 197 milljörðum króna, á sama tímabili í fyrra.

Sala á gosdrykkjum jókst þó mjög í nýmarkaðsríkjunum en sem dæmi jókst hún um tólf prósent í Kína, sex prósent á Indlandi og fjögur prósent í Brasilíu, að því er segir í fréttinni.

Gengisþróun var fyrirtækinu erfiður ljár í þúfu á ársfjórðunginum en gengi fjölmargra gjaldmiðla veiktist gagnvart dollaranum á tímabilinu. Meginhluti tekna Coca-Cola kemur frá löndum utan Bandaríkjanna.

Drógust tekjur fyrirtækisins saman og námu 10,58 milljörðum Bandaríkjadala á ársfjórðungnum.

Fjárfestar voru hins vegar ánægðir með afkomuna en til marks um það hækkuðu hlutabréf félagsins um þrjú prósent í verði þegar markaðir voru opnaðir í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK