Kynnti frumvarp um ívilnanir vegna nýfjárfestinga

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Kristinn

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun frumvarp til laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Markmið laganna er að efla nýfjárfestingu í atvinnurekstri, bæta samkeppnishæfni Íslands og styrkja byggðaþróun, að því er segir í frétt á vef ráðuneytisins.

Um rammalöggjöf er að ræða þar sem að tilgreint er hvaða ívilnanir stjórnvöldum og sveitarfélögum er heimilt að veita vegna nýfjárfestinga hér á landi og hvernig þeim skuli beitt. Stefnt er að því að frumvarpið verði lagt fram á vorþingi.

Í grunninn byggir frumvarpið á lögum nr. 99/2010, um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi, með síðari breytingum, sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Þau lög veittu íslenskum stjórnvöldum heimild til að veita ýmsar ívilnanir til nýfjárfestingarverkefna á grundvelli fjárfestingarsamninga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, segir í fréttinni.

Þar kemur jafnframt fram að í flestum þeim ríkjum sem Ísland á í samkeppni við um nýfjárfestingar sé boðið upp á ívilnanir og styrki af einhverju tagi. Nái frumvarp þetta fram að ganga muni það efla samkeppnishæfni Íslands hvað erlenda fjárfestingu varðar og gera Íslandi betur kleift að nýta þá sérstöðu sem landið hefur í alþjóðlegu tilliti.

Skilyrði þess að fjárfestingaverkefni fái ívilnun er meðal annars að það hafi jákvæð áhrif á hvoru tveggja efnahag og samfélag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK