Samþykkja nýtt öryggiskerfi bankaþjónustu

Þing Evrópusambandsins (ESB) í Strasbourg samþykkti í dag nýtt öryggiskerfi …
Þing Evrópusambandsins (ESB) í Strasbourg samþykkti í dag nýtt öryggiskerfi fyrir bankastarfsemi í ESB. mbl.is/afp

Evrópuþingið hefur samþykkt nýtt öryggiskerfi bankaþjónustu sem ætlað er að lágmarka hættuna á því að evrópskir skattgreiðendur þurfi að borga fyrir björgun fallvaltra banka. 

Í þessu sambandi verður komið á fót nýrri stofnun sem fær svonefnt SMR-vald til að gera upp eða stokka upp starfsemi banka í greiðsluerfiðleikum.

Takmarkið með nýju regluverki um bankastarfsemi er að afstýra fjármálakreppu á borð við þær sem áttu sér stað í Grikklandi, Írlandi og Kýpur. Gríðarlegum fjármunum var varið til að bjarga föllnum bönkum í þessum löndum.

Í framtíðinni verða það ekki almennir skattgreiðendur, heldur eigendur bankanna og skuldunautar sem borga fyrir fall þeirra. Við umbæturnar verður myndaður 55 milljarða neyðarsjóður sem fjármagnaður verður með tillagi frá fjármálafyrirtækjum. Evrópubankinn mun hafa umsjón með sjóðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK