Spá þriggja prósenta hagvexti í Brasilíu

Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin í Brasilíu í sumar.
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin í Brasilíu í sumar. AFP

Búist er við þriggja prósenta hagvexti í Brasilíu á næsta ári en hagvöxtur seinustu þriggja ára hefur verið um 2,3% í landinu. Miriam Belchior, ráðherra skipulagsmála, sagði við fjölmiðla í dag að ríkisstjórnin reiknaði með fimm prósenta verðbólgu á næsta ári.

Fjárfesting hefur verið í lágmarki í landinu að undanförnu sem skýrir þann veika hagvöxt sem verið hefur. Til samanburðar mældist hagvöxturinn 7,5% árið 2010, að því er segir í frétt AFP um málið.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur spáð því að hagvöxtur yrði 2,7% á næsta ári í Brasilíu. Hagvaxtarspá sjóðsins var kynnt í seinustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK