Gistinóttum fjölgar um 15% á milli ára

Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur.
Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seldar gistinætur voru 4,3 milljónir hér á landi árið 2013 og fjölgaði um tæp 15% frá fyrra ári. Gistinætur erlendra gesta voru 79% af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði þeim um 17% frá árinu 2012 en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 8%. Tveir þriðju allra gistinátta voru á hótelum og gistiheimilum, 12% á tjaldsvæðum og 22% á öðrum tegundum gististaða. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum á milli ára nema á Vestfjörðum.

Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar.

Mikil aukning hefur orðið á seldum gistinóttum undanfarin ár. Á síðastliðnum fimm árum hefur heildarfjöldi gistinátta aukist um 1,3 milljónir eða um 42,5%. Framboð gistirýmis hefur ekki aðeins aukist mjög á þessum tíma, heldur hefur nýtingin einnig aukist. Á síðasta ári var nýting herbergja á hótelum og gistiheimilum 54,3%. Til samanburðar var þessi nýting 46,2% árið 2009.

Eins og mörg undanfarin ár gistu Þjóðverjar flestar nætur í fyrra, þá Bretar og svo Bandaríkjamenn. Sú nýbreytni varð á árinu 2013 að öllum þjóðernum gesta var safnað og er landatafla gistinátta birt með 47 þjóðernum og fimm safnflokkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK