Afli í mars dregst saman milli ára

Fiskafli íslenskra skipa dróst saman um 14,9% á föstu verði í mars 2014 samanborið við marsmánuð árið áður, samkvæmt tölu Hagstofunnar.

Í tonnum talið dróst afli saman um 53,6% og hefur mikill samdráttur í loðnuafla þar mest að segja. Botnfiskafli jókst í mars um 10% miðað við mars í fyrra. Uppsjávarafli var mun minni í mars í ár en í sama mánuði 213, þrátt fyrir mikla hlutfallslega aukningu í síldveiði og veiði á kolmunna.

Þar sem magnvísitalan tekur mið af verðhlutföllum milli fisktegunda og botnfiskaflinn er verðmætari en uppsjávaraflinn er samdráttur aflans á föstu verði er mun lægri í prósentum talið heldur en samdráttur aflans í tonnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK