Starbucks flytur til Lundúna

AFP

Starbucks hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar í Evrópu frá Amsterdam í Hollandi og til Lundúnaborgar. Í tilkynningu frá félaginu segir að meginástæðan sé sú að fyrirtækjaskattar í Hollandi séu einfaldlega of háir. Þá njóti Starbuck einnig mikilla vinsælda í Bretlandi.

Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að Starbuck hafa greitt um fimm milljónir punda, sem jafngildir um 942 milljónum króna, í fyrirtækjaskatta í fyrra. Félagið greiddi í fyrsta sinn slíka skatta árið 2009, en stjórnmálamenn og ýmsir hagsmunahópar höfðu þrýst á yfirvöld að leggja skattana á félagið.

Talið er að Starbuck muni flytja höfuðstöðvar sínar til Lundúna fyrir lok ársins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK