Er Barbie að missa sjarmann?

Barbie selst ekki eins vel og áður.
Barbie selst ekki eins vel og áður.

Leikfangaframleiðandinn Mattel á í vandræðum: Barbie hefur ekki verið að standa sig sem skyldi.

Sala á dúkkunni hefur minnkað um 14% á fyrsta ársfjórðungi og er þetta annar ársfjórðungurinn í röð þar sem salan dregst saman um yfir 10%.

Mattel er ekki eini leikfangaframleiðandinn sem er í vandræðum. Gríðarleg samkeppni er orðin á leikfangamarkaði og mörg fyrirtæki hafa þurft að draga verulega saman seglin.

Mattel tapaði 11,2 milljónum dala á síðasta ársfjórðungi vegna minni sölu. Fyrirtækið hefur gripið til ýmissa hagræðingaraðgerða m.a. sagt upp 1,5% af starfsliði sínu sem telur um 28 þúsund manns. 

Aðrar vörur Mattel hafa bætt fyrir lélega sölu á Barbie að einhverju leyti. Lestin Tómas og allt sem henni fylgir selst vel og einnig varningur tengdur myndinni Frozen.

En menn hjá Mattel eru þó bjartsýnir. Þeir segja sölu á stórum mörkuðum, s.s. í Kína og Rússlandi vera að aukast.

Og það er ekki fræðilegur möguleiki að þeir gefi Barbie sína upp á bátinn þó að hún sé ekki að hala inn peningunum þessa dagana. Í ár mun Barbie breyta um stíl, vera sett í nýjar umbúðir og ný auglýsingaherferð er væntanleg. 

Tíska verður í fyrirrúmi og segir forstjóri Mattel að „stúlkur geti hannað og prentað út þeirra eigin kjóla fyrir Barbie með Fashion Design Maker.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK