Renzi boðar skattalækkanir

Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu.
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu. TIZIANA FABI

Nýr forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, tilkynnti í gær að hann hugðist lækka skatta á tíu milljónir lágtekjumanna í landinu í viðleitni sinni til að auka einkaneyslu í þjóðfélaginu eftir tveggja ára stöðnunartímabil.

Renzi boðaði skattalækkanir fyrir þá sem hafa á bilinu 8.000 til 26.000 evrur í tekjur á ári, þ.e. 1,2 til 4 milljónir króna á ári. Mun skattalækkunin nema 80 evrum, jafnvirði um 12.400 króna, á mann á mánuði.

Hann hyggst jafnframt draga úr ríkisútgjöldum, að því er segir í frétt Reuters.

Sem liður í því að koma böndum á ríkisfjármálin hefur hann einnig ákveðið að selja á E-bay um 170 lúxusbifreiðir sem notaðar hafa verið til þess að flytja ráðherra og embættismenn á milli staða. 

Frá því að Renzi sór embættiseið í febrúar sem forsætisráðherra Ítalíu hefur hann boðað skattalækkanir, afnumið ýmis pólitísk forréttindi stjórnmálamanna og dregið að einhverju marki úr ríkisútgjöldum.

Viðskiptaráðherra Ítalíu, Pier Carlo Padoan, segir að skattalækkanirnar geti aukið hagvöxt í landinu um 0,3 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK