Wal-Mart býður upp á peningasendingar

AFP

Nú dregur til tíðinda í peningasendingaþjónustu því bandaríska verslunarkeðjan Wal Mart hyggst bjóða upp á ódýrar peningasendingar milli verslana sinna.

Þetta var tilkynnt á fimmtudag.

Til þessa hafa Western Union og Money Gram verið nánast allsráðandi í hrað-peningasendingum í Bandaríkjunum en frá og með næstu viku geta viðskiptavinir þar í landi sent peninga milli landshluta með þjónustu sem fengið hefur nafnið Walmart-2-Walmart.

Ólíkt Western Union og Money Gram verður þjónusta Walmart aðeins fáanleg fyrir peningasendingar innan Bandaríkjanna. Verður hægt að taka við og senda peninga í öllum af þeim u.þ.b. 4.000 Wal-Mart-verslunum sem finna má dreifðar um gervöll Bandaríkin.

Washington Post segir verslanakeðjuna munu bjóða talsvert lægri þjónustugjöld en keppinautarnir, og í sumum tilvikum býður Wal-Mart allt að helmingi lægra verð. Fréttastofa ABC News segir fréttirnar af þessum nýja keppinauti hafa framkallað 18% lækkun á verði hlutabréfa Money Gram og rösklega 5% lækkun á hlutum í Western Union.

Sambúðin ekki í hættu

Money Gram hefur haldið úti útibúum í mörgum verslunum Wal-Mart og gefa fréttatilkynningar til kynna að ekki standi til að gera breytingu þar á, a.m.k. af hálfu verslanakeðjunnar.

Talið er að um 28% Bandaríkjamanna stóli á peningasendingafyrirtæki frekar en bankakerfð til að koma fjármunum milli staða. Peningasendingar hjá Wal-Mart verða takmarkaðar við 900 dali til að sneiða hjá íþyngjandi reglum um fjármagnsflutninga sem kveða á um ítarlega skýrslugerð fyrir flutning á hærri upphæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK