Weibo komið á Nasdaq

AFP

Kínverski samfélagsmiðillinn Weibo fór vel af stað í hlutafjárútboði á Nasdaq-markaðinum í New York á fimmtudag. Hækkuðu hlutir um 19% í verði á fyrsta degi viðskipta, en fóru hæst upp um 40% yfir daginn.

Weibo er oft kallað kínverska útgáfan af Twitter og býr að 130 milljón virkum notendum. Tekjur Weibo á síðasta ári jafngiltu 188 milljónum dala, jafnvirði um 21 milljarðs króna, sem var nærri því þreföldun frá tekjum ársins áður.

Er fyrirtækið þó ekki enn rekið með hagnaði, og kemur það sér því eflaust vel að hlutafjárútboð fimmtudagsins aflaði Weibo 286 milljóna dala, jafnvirði 32 milljarða króna, að því er Forbes greinir frá.

Innreið Weibo á Nasdaq er talin ryðja brautina fyrir kínverska vefveldið Alibaba inn á bandaríska hlutabréfamarkaðinn en Alibaba á nærri fimmtungshlut í Weibo. Wall Street Journal segir að þegar og ef Alibaba kemur á bandaríska markaðinn gæti það orðið eitt af stærstu hlutafjárútboðum sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK