Hlutabréf í Bandaríkjunum hækka

Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York.
Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York. AFP

Hlutabréf margra félaga í Bandaríkjunum hækkuðu í verði þegar markaðir opnuðu í morgun eftir páskafrí. Flestar hlutabréfavísitölur þar í landi hækkuðu örlítið.

Dow Jones vísitalan hækkaði til að mynda um 0,25 prósentustig eftir fyrstu viðskipti dagsins, S&P 500 vísitalan hækkaði jafnframt um 0,26 prósentustig og Nasdaq vísitalan fór upp um 0,42 prósentustig, að því er segir í frétt AFP.

Í þessari viku munu fjárfestar fylgjast grannt með uppgjörum ýmissa stórfyrirtækja. Fyrirtæki á borð við Apple, Boeing, Caterpillar og General Motors munu birta afkomu sína fyrir fyrsta fjórðung ársins í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK