Kaupin á Nokia frágengin í vikunni

Satya Nadella, nýr forstjóri Microsoft.
Satya Nadella, nýr forstjóri Microsoft. AFP

Búist er við því að gengið verði frá kaupum bandaríska tölvurisans Microsoft á farsímahluta finnska fyrirtækisins Nokia á föstudaginn næsta. Samkeppnisyfirvöld hafa nú loksins samþykkt kaupin, eftir því sem fram kemur í frétt Reuters.

Eins og greint var frá í september í fyrra keypti Microsoft farsímahluta Nokia á 5,4 milljarða evra, jafnvirði um 850 milljarða íslenskra króna. Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum gáfu tiltölulega fljótt grænt ljós á kaupin en svo virtist sem yfirvöld í Asíu væru treg í taumi, að því er segir í frétt Wall Street Journal um málið. 

32 þúsund starfsmenn Nokia hafa nú þegar flutt sig um set og gerst starfsmenn Microsoft. Með í kaupunum fylgdi einkaleyfi fyrirtækisins sem og kortagrunnur.

Í byrjun febrúarmánaðar var Satya Nadella, 46 ára gamall Indverji, skipaður nýr forstjóri Microsoft. Um leið tilkynnti fyrirtækið að Bill Gates hefði látið af störfum sem stjórnarformaður Microsoft en héðan í frá verður hann tæknilegur ráðgjafi þess. John Thompson verður stjórnarformaður í hans stað.

Frétt mbl.is: Auðmjúkur og ljúfur forstjóri

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK