Afkoma Hasbro framar vonum

Hasbro framleiðir meðal annars My Little Pony-leikföngin.
Hasbro framleiðir meðal annars My Little Pony-leikföngin.

Afkoma leikfangaframleiðandans Hasbro var framar vonum á fyrsta fjórðungi ársins en góður árangur félagsins er ekki síst vegna sterkar sölu leikfanga fyrir stúlkur, sem hefur tekið mjög við sér.

Fram kemur í frétt Reuters að á fyrsta ársfjórðungi hafi sala á stúlknaleikföngum aukist um 21% og numið 138,7 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 15,6 milljarða íslenskra króna.

Hasbro framleiðir vinsæl leikföng á borð við My Little Pony leikjadúkkurnar og Nerf Rebelle byssuleikföngin.

Á fjórðunginum jókst sala á leikföngum fyrir stráka um tvö prósent á meðan eftirspurnin eftir spilum og leikföngum fyrir krakka á leikskólaaldrinum dróst saman um fjögur prósent milli fjórðunga.

Í frétt Reuters kemur fram að salan hafi ekki verið eins góð hjá keppinautnum og leikfangaframleiðandanum Mattel. Í fyrsta skipti í fimm ár skilaði félagið tapi á fyrsta ársfjórðungi vegna mikils samdráttar í sölu á Barbiedúkkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK