Forstjóri Ford að hætta?

Alan Mulally, forstjóri Ford Motor.
Alan Mulally, forstjóri Ford Motor. AFP

Mark Fields verður bráðlega nýr forstjóri bílaframleiðandans Ford Motor, að sögn heimildarmanna Reuters. Búist er við því að hann taki við starfinu af Alan Mulally á næstu mánuðum.

Hinn 68 ára gamli Mulally hefur stýrt Ford í átta ár en það er mat fjárfesta að hann hafi staðið sig afar vel og siglt félaginu í gegnum afar erfiða tíma.

Fréttaveita Bloomberg hefur áður sagt að Ford myndi tilkynna um forstjóraskiptin þann 1. maí næstkomandi. Aðalfundur framleiðandans fer fram þann 8. maí.

Upplýsingafulltrúi Ford vildi hins vegar ekki tjá sig um orðróminn.

Mulally er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann hefur verið orðaður við forstjórastöður margra stórfyrirtækja, þar á meðal Microsoft, en heimildir herma að val stjórnar Microsoft hafi staðið á milli hans og Satya Nadella. Sá síðarnefndi var að lokum valinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK