Hagfræðibók í efsta sætið hjá Amazon

Bók Thomas Piketty um tekjuskiptingu er nú komin í fyrsta …
Bók Thomas Piketty um tekjuskiptingu er nú komin í fyrsta sæti á lista Amazon yfir mest seldu bækurnar. AFP

Bók franska hagfræðingsins Thomas Piketty um tekjuójafnvægi fór upp í fyrsta sæti á sölulista Amazon, en bókin kom fyrst út á ensku fyrir mánuði síðan. Hún fór strax á lista yfir 100 efstu bækurnar, en hefur síðan verið að skríða upp listann og komst í dag í efsta sæti hans.

Bókin heitir Capital in the Twenty-First Century, en það útleggst á íslensku sem fjármagn á tuttugustu og fyrstu öldinni. Hún hefur fengið mikla athygli í Bandaríkjunum og hafa þekktir hagfræðingar meðal annars rökrætt um innihald hennar. Þá hafa pólitískar umræður um tekjuskiptingu einnig aukið áhuga almennings á umfjöllunarefninu.

Áhrifamiklir stjórnmálamenn hafa sýnt bókinni áhuga og þegar Piketty ferðaðist til Bandaríkjanna í síðustu viku hitti hann fjármálaráðherra landsins og helstu efnahagsráðgjafa Bandaríkjaforseta. 

Bókin er í heild 700 blaðsíður, en þar eru gögn frá síðustu 200 árum notuð til að sýna fram á að ríkustu einstaklingarnir eru í auknum mæli að taka til sín meira af heildartekjum en áður og að pólitísk stefnumótun í dag ýti aðeins undir þá leitni.

Bandarískir íhaldsmenn hafa aftur á móti sagt Piketty vera ný-Marxista og sagði Wall Street Journal hann vera útópískan hugsjónarmann og að bókin væri ekki mikil hagfræði greining.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK