Hagnaður Comcast eykst um 30%

Höfuðstöðvar Comcast í Philadelphiu.
Höfuðstöðvar Comcast í Philadelphiu. AFP

Hagnaður kapalsjónvarpsfélagsins Comcast jókst verulega milli ára, eða um þrjátíu prósent, og nam 1,87 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 210 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Hlutabréf félagsins hækkuðu um tæp tvö prósent í fyrstu viðskiptunum eftir að uppgjörið var birt í morgun.

Áskrifendum fjölgaði um 24 þúsund á fjórðunginum sem er mun meiri fjölgun en búist hafði verið við, eftir því sem fram kemur í frétt Wall Street Journal.

Þá jukust tekjur félagsins um fjórtan prósent, fóru úr 15,3 milljörðum Bandaríkjadala og í 17,4 milljarða. Greinendur reiknuðu með að tekjurnar myndu nema 17,04 milljörðum Bandaríkjadala á ársfjórðunginum.

Eins og greint hefur verið frá er Comcast að kaupa Time Warner Cable á um 45 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 5.056 krónum. Er samningurinn með þeim stærstu í afþreyingageiranum á heimsvísu. Kaupin eru þó ekki frágengin en samkeppnisyfirvöld eiga enn eftir að leggja blessun sína yfir þau.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK