Hræringar á lyfjamarkaði

Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í Brentford, Bretlandi.
Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í Brentford, Bretlandi. Tekið af vef GlaxoSmithKline, gsk.com

Lyfjarisarnir Novartis og GlaxoSmithKline tilkynntu í morgun um samkomulag um samvinnu og skipti á vörulínum, en heildarfjárhæð samningsins hleypur á milljörðum dala. Fyrirtækin munu meðal annars vinna sameiginlega á neytendamarkaði með mörg þekkt vörumerki. Þá mun GlaxoSmithKline selja Novartis krabbameinslyfjaframleiðslu sína meðan Novartis selur bóluefnaframleiðsluna til GlaxoSmithKline. 

Þessi viðskipti koma á sama tíma og miklar vangaveltur eru um stóra samruna í greininni. Þannig hafa verið sögusagnir um að bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer sé að skoða 100 milljarða dala kaup á AstraZeneca og að Valeant Pharmaceuticals séu að skoða kaup á botox framleiðandanum Allergan fyrir 40 milljarða dali.

Verð hlutabréfa GlaxoSmithKline hækkuðu um 5% á markaði í morgun og Novartis um 2,75%. Þá fóru bréf AstraZeneca upp um 8% og gengi bréfa í breska lyfjafyrirtækinu Shire hækkuðu um 4,6%, en væntingar markaðarins um fleiri samruna virðast ýta flestum lyfjafyrirtækjum upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK