Kolmunnaveiði glæddist yfir páska

Færeyska skipið Fagraberg kom með 3000 tonn af kolmunna til …
Færeyska skipið Fagraberg kom með 3000 tonn af kolmunna til Seyðisfjarðar. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Gunnar Sverrisson

Kolmunnaveiði í færeysku lögsögunni glæddist fyrir páska og yfir páskana komu skip til löndunar bæði til Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar. Bjarni Ólafsson kom með fullfermi til Neskaupstaðar á föstudaginn langa og á laugardaginn fyrir páska kom Hákon EA með um 1300 tonn. Börkur NK kom síðan til heimahafnar með rúmlega 2500 tonn í fyrradag og var lokið við að landa úr honum í gær.

Þetta kemur fram í frétt á vef Síldarvinnslunnar.

Á föstudaginn langa kom færeyska skipið Fagraberg til Seyðisfjarðar með 3000 tonn og í dag er verið að landa um 2000 tonnum úr Polar Amaroq.

Gunnar Sverrisson rekstrarstjóri fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar, segir að það sé svo sannarlega gleðiefni að fiskimjölsverksmiðjan á Seyðisfirði skuli fá hráefni. „Verksmiðjan hefur staðið [verkefnalaus] í 11 mánuði og það tók smá-tíma að taka hrollinn úr véladótinu en nú gengur allt orðið vel,“ er haft eftir Gunnari á vef Síldarvinnslunnar. „Það er mikilvægt fyrir fyrirtækið og samfélagið hér að hráefni skuli berast til verksmiðjunnar. Við fengum ekkert á loðnuvertíðinni, enda loðnukvótinn lítill og nánast allt sem veiddist fór til manneldisvinnslu. Nú er hinsvegar kolmunnakvótinn myndarlegur og þá fáum við hráefni til vinnslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK