McDonald's hagnast um 134 milljarða

Hagnaður McDonald´s nam 134 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum …
Hagnaður McDonald´s nam 134 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er samdráttur um 5,2% frá fyrra ári. AFP

McDonald's-veitingahúsakeðjan hagnaðist um 1,2 milljarða dala á fyrstu þremur mánuðum ársins, en það nemur um 134 milljörðum íslenskra króna. Þetta er lækkun um 5,2% milli ára, en minnkandi sala í Bandaríkjunum er sögð vera aðalástæða versnandi árangurs. Tekjur jukust um 1,4% milli ára og voru 6,7 milljarðar dala. Það var nokkuð undir áætlun fyrirtækisins.

Innkoma í Bandaríkjunum féll um 1,7% hjá fyrirtækinu og rekstrarhagnaður lækkaði um 3%. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að krefjandi markaðsaðstæður væru ástæða veikari sölu og þá hefði slæmt vetrarveður einnig haft áhrif í Bandaríkjunum. Mikil samkeppni er komin í morgunverðar-skyndibitamarkaðinn þar í landi og hefur það komið niður á fyrirtækinu. McDonald's hefur meðal annars brugðist við þessu með tveggja vikna markaðsátaki þar sem öllum er gefið kaffi ókeypis. 

Heildarsala í heiminum jókst um 0,5%, en mest aukningin var í Evrópu þar sem salan var 1,4% meiri en í fyrra. McDonald's er stærsta skyndibitakeðja heims með um 70 milljón viðskiptavini í yfir 100 löndum á hverjum degi. Í tilkynningu var ekkert gefið upp um framtíðarvæntingar, annað en að gert sé ráð fyrir sala á heimsvísu í apríl verði jákvæð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK