General Mills dregur skilmálabreytingu til baka

Cocoa Puffs
Cocoa Puffs

Netheimar loguðu í síðustu viku þegar það rataði í fréttir að bandaríski matvælaframleiðandinn General Mills hefði gert undarlega breytingu á notendaskilmálum sínum.

General Mills er eflaust þekktast á íslenska markaðinum fyrir morgunkorn á borð við Cheerios, Cocoa Puffs og Lucky Charms en undir fyrirtækið heyra líka vörumerki á borð við Bettry Crocker, Häagen-Dazs, Pilsbury og Yoplait.

Samþykkt með „læki“

New York Times birti 16. apríl þá frétt að matvælarisinn hefði sett í netskilmála sína klausu þess efnis að viðskiptavinir féllust á að leysa hvers kyns deilumál fyrir gerðardómi. Væru viðskiptavinir vitandi eða óafvitandi að samþykkja þessa skilmála t.d. með því að hlaða niður afsláttarmiða eða „líka“ við General Mills og vörur þess á Facebook.

Var þetta útspil fyrirtækisin séð sem tilraun til að hefta óánægða viðskiptavini í að geta leitað réttar síns fyrir dómstólum, þar með verja fyrirtækið betur gegn því að þurfa að bera ábyrgð t.d. á tjóni vegna notkunar á vörum þess, og einnig torvelda hópmálsóknir.

Má finna sambærilega skilmála í notendasamningum fyrirtækja á farsíma- og greiðslukortamarkaði, en skv. NYT var General Mills fyrsta matvælafyrirtækið til að taka þessa stefnu.

Á síðasta ári borgaði General Mills 8,5 milljónir dala í bætur, jafnvirði um 950 milljóna króna, til að ná sátt um dómsmál sem snérist um fullyrðingar á umbúðum um heilsubætandi áhrif Yoplait- Yoplus-jógúrtar. Nýlega hafnaði dómari í Kaliforníu að vísa frá máli tveggja mæðra sem saka fyrirtækið um villandi merkingar á vörum í Nature Valley-línunni.

Á laugardag birti General Mills afsökunarbeiðni á bloggi fyrirtækisins þar sem m.a. kom fram að misskilnings hefði gætt um tilgang skilmálabreytingarinnar og að skilmálum fyrirtækisins yrði aftur breytt til fyrra horfs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK