Stöðvuðu 1.500 tilfelli af „hjartablæðingu“

Öryggisgallinn gengur undir hinu myndræna nafni Heartbleed, með vísan til …
Öryggisgallinn gengur undir hinu myndræna nafni Heartbleed, með vísan til þess hve viðkvæmar upplýsingar gátu lekið vegna hans.

Innbrotavörn hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Nýherja stöðvaði rúmlega 1.500 tilfelli af „Heartbleed-árásum“ á skömmum tíma, að því er fram kemur í bloggi Guðmundar Sigmarsson, öryggissérfræðings hjá Nýherja.

Heartbleed gallinn er öryggisgalli í útfærslu á TLS/SLL dulkóðunaraðferðinni OpenSSL. Hann hefur verið kallaður Heartbleed  þar sem að hann kemur fram í svokölluðum „hjartsláttar“ skilaboðum sem notuð eru til að halda dulkóðuðum samskiptum lifandi yfir lengri tíma. Öryggisgallinn sjálfur lýsir sér þannig í einföldu máli að hægt var að „plata“ vefþjónustu til þess að gefa árásaraðila upp hluta þeirra upplýsinga sem liggja í vinnsluminni vefþjóna.

Guðmundur segir í blogginu að fyrirtæki eigi að íhuga að koma sér upp innbrotavörn (e. Intrusion Prevention System). Innbrotavörn virkar þannig að hún fylgist með allri netumferð og leitar eftir þekktum árásarmynstrum. Verði hún var við árásir stöðvar hún þá umferð í fæðingu og flaggar viðvörun til viðeigandi tæknimanna.

„Vissulega er jákvætt að öryggisgallar uppgötvist svo hægt sé að uppfæra kerfi og stoppa í holur. En upplýsingarnar nýtast líka þeim sem að stunda svona árásir sem reyna í fleiri tilfellum að nýta sér holurnar. Það sást bersýnilega síðastliðna viku á innbrotavörn Nýherja þar sem hún stöðvaði rúmlega 1.500 tilfelli af Heartbleed árásum,“ segir Guðmundur í bloggi sínu um Heartbleed gallann.

Blogg Guðmundar í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK