Tölvutek sektað vegna tilboðsbæklings

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvutek ehf. fyrir brot á útsölureglum.

Neytendastofa fór fram á skýringar fyrirtækisins á því af hverju fyrra verð vara í bæklingi Tölvuteks sem bar yfirskriftina „DESEMBER TILBOГ kæmi ekki fram. Þegar vara er auglýst á tilboði verður að tilkynna fyrra verð hennar samhliða tilboðsverði. Í svörum frá fyrirtækinu kom fram að bæklingurinn sé hvorki útsölubæklingur né stillt upp sem lækkun á vöruverði. Ekkert í bæklingnum gefi til kynna að um útsölu, afslátt eða lækkað verð sé að ræða þó svo að fjöldi vara í bæklingnum sé á lækkuðu verði.

Neytendastofa féllst ekki á rök Tölvuteks. Í útsölureglum sé tilboð skilgreint sem sala þar sem um verðlækkun sé að ræða og með yfirskrift bæklingsins var neytendum gefið til kynna að verð væri lækkað. Var fyrirtækinu bannað að auglýsa vörur sem ekki eru á lækkuðu verði á tilboði og beitt stjórnvaldssekt.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK