Verður þriðji stærsti vínframleiðandi heims

YURIKO NAKAO

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir kaup japanska félagsins Suntory Holdings á bandaríska brugghúsinu Jim Beam. Söluverðið er sextán milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.798 milljarða króna á gengi dagsins í dag.

Eftir kaupin verður Suntory Holding þriðji stærsti vínframleiðandi í heiminum. Félagið er þekkt fyrir viskítegundirnar Yamazaki, Hakushu, Hibiki og Kakubin og Bowmore Sctch auk Midori líkjörsins. Meðal tegunda sem Jim Beam framleiðir eru Sauza tekíla, Courvoisier koníak og Teacher's viskí. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði að kaupin myndu ekki hafa nein veruleg og óhagstæð áhrif á evrópska markaðinn, að því er segir í frétt AFP um málið.

Heildarvelta sameinaðs félags verður um 4,3 milljarðar Bandaríkjadala, en í tilkynningu frá félaginu á sínum tíma sagði að horft væri til þess að gera sameinað félag að stóru sölufyrirtæki á heimsmælikvarða.

Félögin tvö höfðu áður átt í samstarfi þar sem Jim Beam sá um dreifingu á Suntory vörum í suðurhluta Asíu og Suntory dreifði vörum Jim Beam í Japan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK