Vinsælustu veitingastaðirnir allir á sama stað

Gísli Marteinn hefur bent á að Reykjavík eigi á hættu …
Gísli Marteinn hefur bent á að Reykjavík eigi á hættu að verða að túristagildru. KRISTINN INGVARSSON

Allir vinsælustu veitingastaðir borgarinnar eru í póstnúmeri 101 og í innan við 1,5 kílómetra fjarlægð frá Lækjartorgi. Þá er fjöldi ferðamanna í Reykjavík meðal þess sem hæst gerist í heiminum á hvern íbúa. Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var rætt við Gísla Martein Baldursson og komið inn á fyrirlestur sem hann hélt á ráðstefnu Landsbankans um ferðamannamál. Gísli sýndi þar áhugavert kort þar sem hann hafði tekið saman staðsetningu nokkurra veitingastaðina í Reykjavík og fleiri borgum Evrópu eftir vinsældarlista á ferðasíðunni Tripadvisor. Sást þar greinilega að mjög lítil dreifing er á slíkum stöðum í Reykjavík.

Þegar Gísli setti saman kort af Reykjavík og Kaupmannahöfn kom meðal annars í ljós að dreifingin var mun betri þar. T.d. væri einn af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar í Skerjafirði, annar á Ægissíðu, þriðji í Laugardal og fjórði í Ármúlanum ef miðað er við sömu dreifingu og í Kaupmannahöfn. Útkoman var svipuð þegar borið var saman staðsetning vinsælustu veitingastaða Edinborgar og Stokkhólms.

Gæti orðið að karakterslausum ferðamannastað

Gísli segir þetta vera varhugaverða þróun og að nauðsynlegt sé að huga að því að borgin verði ekki túristagildra og breytist í karakterlausan ferðamannastað, heldur lifandi borg með bæði heimamönnum og ferðamönnum. Segir Gísli að þétting byggðar muni skapa grundvöll undir aukna þjónustu, verslun og veitingastaði utan við hinn hefðbundna miðbæ og þannig dreifa straumi ferðamanna.

Þetta er ekki innantóm aðvörun, því Gísli bendir á í fyrirlestri sínum að Reykjavík sé komin upp á meðal þeirra borga þar sem ferðamenn eru flestir á hvern íbúa. Þannig voru ferðamenn 6,2 á hvern íbúa Reykjavíkur. Þar erum við komin í hóp með borgum eins og Róm og Mílanó, þótt þar sé hlutfallið aðeins lægra. Til samanburðar eru stóra ferðamannaborgin Feneyjar með 10,8 ferðamenn á hvern íbúa og Amsterdam með 7,8 á hvern íbúa. London er aftur á móti aðeins með 1,9 ferðamann á hvern íbúa. 

Á þessari mynd má sjá dreifingu vinsælustu veitingastaða nokkurra borga. …
Á þessari mynd má sjá dreifingu vinsælustu veitingastaða nokkurra borga. Blái liturinn sýnir vinsælustu veitingastaði Reykajvíkur, rauði liturinn þá vinsælustu í Kaupmannahöfn og ljósblái og guli liturinn vinsælustu veitingastaði í Edinborg og Stokkhólmi. Ljóst er að dreifing ferðamanna er heldur minni í Reykjavík en hinum borgunum.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK