Árið í ár frábært fyrir hótelin

Fjölmargir ferðamenn koma til landsins á hverju ári, en KPMG …
Fjölmargir ferðamenn koma til landsins á hverju ári, en KPMG spáir því að þetta ár verði hið besta í langan tíma fyrir hótelgeirann. mbl.is/RAX

Árið 2014 verður frábært ár í hótelþjónustu og seinna meir verður horft til þess sem stóra ársins. Þetta sagði Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG, þegar ný úttekt fyrirtækisins um hótelgeirann var kynnt í morgun. Sagði hann að afkoman síðustu ár hefði verið léleg á höfuðborgarsvæðinu en nokkuð góð á landsbyggðinni, en nú liti út fyrir að árið yrði gott hjá öllum aðilum.

Mestur hagnaður á Suðurlandi

Rekstrarhagnaður á hvert herbergi hefur verið að aukast síðustu ár, en um 400 þúsund króna hagnaður varð af hverju herbergi á höfuðborgarsvæðinu árið 2012, eftir þrjú mögur ár þar á undan. Rekstrarhagnaður hótela á landsbyggðinni hefur á móti verið nokkuð stöðugri og hefur hvert herbergi verið að skila um 200 til 400 þúsund á ári síðustu fjögur ár. Suðurland sker sig þó nokkuð úr, en rekstrarhagnaður af hverju herbergi þar hefur verið um og yfir 400 þúsund öll síðustu ár og var árið 2012 800 þúsund. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að lítill árangur hafi náðst í að bæta dreifingu ferðamanna utan háannartíma síðustu ár.

Í samantekt KPMG kemur fram að töluverður munur sé á eignarhaldi fasteigna sem hótel eru rekin í eftir því hvort þau eru á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Þannig séu aðeins 20% hótela í Reykjavík sem eigi fasteignirnar sjálf, en á landsbyggðinni sé hlutfallið 80%. Þegar hagnaður hótela eftir skatta og fjármagnskostnað sést að þetta virðist skýra ágætlega lélegan árangur hótela á höfuðborgarsvæðinu, en frá 2009 hefur meðalherbergið skilað tapi upp á 70 til 380 þúsund krónur á ári. Benedikt segir þetta skýrast beint af miklum vaxtakostnaði við leigu á höfuðborgarsvæðinu, en arðsemi eigna hótelrekstraraðila er í sama hlutfalli og hagnaður og tap hótelanna.

Samkvæmt úttektinni eru algengt í greininni að hótel skili ekki hagnaði, en það getur meðal annars stafað af uppbyggingu sem á sér stað. Aðeins 40% hótel á höfuðborgarsvæðinu skiluð hagnaði árið 2012, en þau voru rúmlega 60% á landsbyggðinni.

Bjartsýnn á framhaldið

Þrátt fyrir mögur ár upp á síðkastið í hótelgeiranum var Benedikt bjartsýnn á framhaldið. „Það sem við heyrum með árið 2014 er að það verður frábært. Góð skilyrði og ekki mikið um áföll. Annars eru öll skilyrði mjög góð og 2014 verður ár sem menn munu muna eftir í þessari grein,“ segir Benedikt, en hann benti á að rekstrarhagnaður hefði verið að fara upp og vaxtakostnaður niður.

Frétt mbl: Ísland klárlega ekki best í heimi

Frétt mbl: Hótelstjórnendur vilja ekki náttúrupassa

Frétt mbl: Lítill árangur á Suðurlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK