Frakkar draga saman til að auka atvinnu

Manuel Valls fyrigefur frönsku forsetahöllina eftir hinn vikulega fund ríkisstjórnarinnar …
Manuel Valls fyrigefur frönsku forsetahöllina eftir hinn vikulega fund ríkisstjórnarinnar í dag. mbl.is/afp

Franska stjórnin kynnti í dag nýjar aðgerðir til efnahagslegra umbóta sem eiga stuðla að því að landið uppfylli efnahagsleg viðmið og skilyrði Evrópusambandsins (ESB). Kveða þær á um niðurskurð hjá hinu opinbera og er ætlað að stuðla að hærra atvinnustigi og gera Frakka samkeppnisfærari á alþjóðamarkaði.

Stjórn Manuel Valls forsætisráðherra segist ætla draga saman útgjöld og koma fjárlagahallanum niður í 3% af vergri landsframleiðslu fyrir árslok 2015. Í áætlunum hennar er gert ráð fyrir 1% hagvöxt í ár og 1,7% á því næsta og 2,25% árin 2016 og 2017.

Víst þykir að ráðamenn í framkvæmdastjórn ESB í Brussel verði létt við heitstrengingar stjórnar Valls um að uppfylla efnahags- og fjárlagaskilyrði sambandsins. Þeir höfðu sýnt tilraunum hinnar nýju stjórnar Frakka til að fá frekari undanþágur frá reglum ESB vegna skulda.

Frakkar glíma við það að rífa sig upp úr efnahagslegri stöðnun og hefur umbótanna verið lengi beðið. Ríkisstjórnin samþykkti aðgerðirnar á fundi sínum í dag og fer frumvarp nú til þingsins þar sem Sósíalistaflokkurinn er með meirihluta. Óvíst er þó hversu stór hann er því hópur þingmanna finnst stjórnin ganga alltof hart fram í niðurskurði og heitir því að greiða frumvarpinu ekki atkvæði eða jafnvel gegn því.

Michel Sapin fjármálaráðherra ítrekaði í dag þá skoðun frönsku stjórnarinnar að „alltof hátt“ gengi evrunnar skaðaði franskt efnahagslíf. 

Til að uppfylla skilyrði ESB segist stjórn Valls ætla koma fjárlagahallanum niður í 3,8% af landsframleiðslunni í ár, en það var 4,3% í fyrra. Þá er ætlunin að ná ríkisútgjöldunum niður þann veg að þau nemi 56,7% af landsframleiðslunni í ár og 53,5% árið 2017. Grundvöllur þess að koma ríkisfjármálunum í rétt horf er að skera útgjöld niður um 50 milljarða á árunum 2015 til 2017. Þar á meðal verða útgjöld velferðarkerfisins skorin niður um 21 milljarð evra. Um þessi áform ríkir mikill ágreiningur innan Sósíalistaflokksins.

Michel Sapin fjármálaráðherra ítrekaði einu sinni enn í dag, að …
Michel Sapin fjármálaráðherra ítrekaði einu sinni enn í dag, að evran skaðaði franskt og evrópskt efnahagslíf vegna hás gengis hennar. mbl.is/afp
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK