Lítill árangur á Suðurlandi á fjórum árum

Ferðamenn á frosinni Tjörninni
Ferðamenn á frosinni Tjörninni mbl.is/Ómar Óskarsson

Framboð hótelherbergja hefur aukist um 5% á ári síðustu fjögur ár á sama tíma og ferðamönnum hefur fjölgað um 13,9%. Þrátt fyri það eru hótel ekki enn fullnýtt, hvort sem um er að ræða vetur eða sumar. Það er því ljóst að herbergjanýting var mjög slæm áður. Þetta kom fram í máli Benedikts K. Magnússon, sviðstjóra ráðgjafasviðs KPMG, en úttekt um hótelgeirann var kynnt í morgun.

Hlutfallslega hefur aukning gistinátta orðið mest á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi og er þar allt að 93%. Nýting utan háannartíma hefur þó lítið sem ekkert breyst utan háannar og er aukningin því mest öll tilkomin með fjölgun hótelherbergja.

Sömu sögu má reyndar segja um mest allt land. Höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin hafa náð miklum árangri í að dreifa umferðinni yfir árið, en á Suðurlandi hefur breytingin síðan 2009 verið lítil sem engin og enn er nýting á dauðasta tíma innan við 30%. Þetta kemur í veg fyrir að hægt sé að auka rekstrarhagkvæmni í greininni, en mikið hefur verið gert í því að auka aðsókn gesta utan háannar síðustu árin.

Vert er að taka fram að mikil aukning hefur orðið í fjölda gistinátta í öllum landshlutum á þessu tímabili og er meðaltal yfir landið í heild 53%. Aðeins Norðurland og Suðurland eru undir meðaltalinu, en þar hefur aukningin verið 46% og 41%.

Í úttektinni sést meðal annars vel munurinn milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, en höfuðborgin er mjög sterk allt árið um kring meðan landsbyggðin eykur sinn hlut mikið um sumarið en á enn í vök að verjast utan háannar. Benedikt sagði að þetta minnkaði möguleika ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni til að byggja upp þekkingu, því um væri að ræða tímabundin störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK