Skipa nýja haftanefnd

Jeremy Lowe (í fremstu sætaröð til hægri) á kröfuhafafundi Glitnis …
Jeremy Lowe (í fremstu sætaröð til hægri) á kröfuhafafundi Glitnis 9. apríl en hann stýrir Burlington Loan Management, stærsta einstaka kröfuhafa föllnu bankanna. mbl.is/Þórður Arnar

Skipan sérstakrar nefndar vegna áforma stjórnvalda um losun fjármagnshafta er á lokametrunum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er áætlað að þau mál skýrist á næstu vikum en fjölga á þeim sem vinna í fullu starfi við áætlun um afnám hafta.

Á meðal þeirra sem munu skipa nefndina eru Benedikt Gíslason, aðstoðarmaður efnahags- og fjármálaráðherra, Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, og Freyr Hermannsson, forstöðumaður Fjárstýringar Seðlabanka Íslands. Í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag segir m.a., að ekki er ólíklegt að fleiri aðilar verði í nefndinni. Til stendur jafnframt að fá aðstoð erlendra sérfræðinga til að veita stjórnvöldum ráðgjöf við tiltekin verkefni í tengslum við vinnu nefndarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK