Tæp 26% Spánverja án vinnu

Atvinnuleysi mældist tæp 26% á Spáni á fyrsta ársfjórðungi. Er það lítilsháttar aukning frá fjórða ársfjórðungi í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Spánar.

Alls mælist atvinnuleysið 25,93% en var 25,73% á síðustu þremur mánuðum ársins 2013. Atvinnuleysi mælist um 50% hjá ungu fólki. 

Staðan er afar slæm hjá mörgum fjölskyldum en þegar kemur að aðstoð þá þarf fólk að sýna það og sanna að það sé með spænskt ríkisfang. Á sama tíma fjölgar ólöglegum innflytjendum sem margir koma í leit að betri aðstæðum en heima fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK