Tekjur ríkissjóðs meiri en áætlað var

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 156,1 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins og eru það talsvert meiri tekjur en áætlað var fyrir tímabilið. Það skýrist að miklu leyti af tæplega tuttugu milljarða króna arði frá Landsbanka Íslands sem greiddur var út undir lok ársfjórðungsins.

Að arðinum frátöldum er tekjuþróunin í góðu samræmi við áætlanir og gott 
betur, segir í frétt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytsins.

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 9,4 milljarða króna en var neikvætt um 6,2 milljarða króna árið 2013. Innheimtar tekjur hækkuðu um 29,1 milljarða króna milli ára en greidd gjöld jukust um 12,5 milljarða króna.

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. 

Skatttekjur og tryggingagjöld jukust um 10% á milli ára og námu 127,7 milljörðum króna 
sem er 6,5% yfir áætlun. Sé litið til heildartekna er 23% aukning frá því í fyrra og
frávikið 20,8 milljarðar króna eða sem nemur 15,4% af tekjuáætlun fjárlaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK