Vill skoða sölu á hlut í Landsvirkjun

Bjarni Benediktsson segir að horfa þurfi til þess að minnka …
Bjarni Benediktsson segir að horfa þurfi til þess að minnka ábyrgð ríkisins á Landsvirkjun og selja einhvern hlut ríkisins í fyrirtækinu. mbl.is/Golli

Landsvirkjun á sterkan bakhjarl í ríkinu, en það þarf jafnframt að eiga kost á samkeppnishæfum kjörum á alþjóðlegum mörkuðum. Til lengri tíma á svo að horfa til þess að skuldbindingar þess séu án ábyrgðar . Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á ársfundi Landsvirkjunar sem fram fór í Hörpunni í dag. Bjarni segir meðfram þessu skrefi þurfi að horfa til þess að ríkið selji hluta í fyrirtækinu og sagði hann lífeyrissjóði meðal annars vera meðal vænlegra kaupenda.

Í ræðu sinni kom Bjarni einnig inn á möguleika á lagningu sæstrengs, en hann sagði það vera valkost sem ætti að vera á borðinu næstu tvo áratugi. Tók hann fram að margt þyrfti að skoða áður en ákvörðun um það yrði tekin og meðal þess væri fullnægjandi sátt um orkunýtingakosti, áhrif á orkuverð, hvaðan orkan eigi að koma, til hvaða fjárfestinga í innviðum þurfi að koma, hvert eignarhald strengsins væri og áhrif á fyrirtæki og framleiðslu hér á landi til lengri tíma.

Bjarni sagði að þrátt fyrir tap á síðasta ári þá hefði árið í fyrra verið gott rekstrarár, þar sem lækkandi álverð hefði haft úrslitaáhrif. Sagði hann það sýna að eftirsóknavert sé að fá frekari dreifingu í kaupendahópi raforku og fá fleiri atvinnugreinar inn sem stórnotendur. Sagði hann að nú þegar væru nokkur fyrirtæki úr nýjum greinum á leið hingað og fleiri með það til skoðunar, en hækkandi verð erlendis ýti fyrirtækjum að skoða möguleika á að koma hingað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK