Ísland fer upp um fjögur sæti

Ísland skipar 25 sætið á árlegum lista svissneska viðskiptaháskólans IMD og hækkar um 4 sæti á milli ára. Bandaríkin eru líkt og áður í fyrsta sæti listans. Könnun IMD nær til 60 landa.

Árið 2011 náði Ísland sínu lægsta sæti frá upphafi mælinga IMD eða 31. sæti. Fram til ársins 2007 hafði Ísland mælst lægst í 21. sæti, árið 1997, en var í hópi 10 samkeppnishæfustu landa heims lungann úr 1. áratug aldarinnar. Árið 2004 lenti Ísland í 4. sæti könnunarinnar.

Sviss er í öðru sæti í könnuninni, Singapúr í því þriðja og Hong Kong því fjórða. Gott gengi þessara ríkja má meðal þakka útflutningi, skilvirkni í viðskiptalífinu og nýsköpun.

Ríkjum Evrópu vegnar betur í ár en í fyrra og er það rakið til efnahagsbatans þar. Danmörk er í níunda sæti, Svíþjóð er í því fimmta, Noregur 10 og Þýskaland er í sjötta sæti. Finnland er í átjánda sæti.

Frekari upplýsingar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK