Tómas verður framkvæmdastjóri Alcoa

Tómas Már Sigurðsson mun taka við sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá …
Tómas Már Sigurðsson mun taka við sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Alcoa á heimsvísu. Hann var ráðinn sem forstjóri Alcoa Fjarðarál árið 2004. Ómar Óskarsson

Tómas Már Sigurðsson, sem hefur verið forstjóri Alcoa í Evrópu og Mið-Austurlöndunum, mun færast upp innan fyrirtækisins og taka við sem framkvæmdastjóri frumframleiðslu Alcoa á heimsvísu. Þetta er hluti af stærri uppstokkun á stjórnendateymi fyrirtækisins, en forveri Tómasar mun taka við sem aðstoðarforstjóri samsteypunnar. 

Tómas gegndi áður starfi forstjóra Alcoa Fjarðaáls og Alcoa á Íslandi, en fluttist í ársbyrjun 2012 til Genfar til að stýra Alcoa í Evrópu.

Frumframleiðsla (GPP) er eitt af þremur framleiðslusviðum Alcoa en undir það svið falla báxítnámur, súrálsframleiðsla, orkuvinnsla og álver. Hin tvö sviðin eru valsaðar vörur í iðnaði bíla- og flugvélaframleiðslu (GRP)  og tilbúnar vörur sem þróaðar hafa verið t.d. fyrir sérstaka notkun í flugvéla-  og byggingariðnaði (EPS).

Tómas tekur við hinu nýja starfi af Roy Harvey, sem nýlega var skipaður aðstoðarforstjóri mannauðs-, öryggis-, heilsu- og umhverfismála ásamt yfirumsjón með sjálfbærnimálum Alcoa.

Daglegur rekstur álvera Alcoa, súrálsverksmiðja og báxítnáma um allan heim mun nú falla undir ábyrgðarsvið Tómasar. Hann verður staðsettur í New York og yfirmaður hans verður Bob Wilt, forstjóri frumframleiðslu Alcoa.

Jafnframt mun Tómas taka sæti í framkvæmdaráði Alcoa. Martin Briere mun taka yfir starfið sem Tómas gegndi í Evrópu en hann er forstjóri frumframleiðslu í Kanada og Afríku. Hann mun flytjast til Genfar og verður hér eftir forstjóri frumframleiðslu í Kanada, Evrópu og Afríku.

Breytingin hefur verið kynnt innan fyrirtækisins en enn á eftir að gefa út formlega tilkynningu um breytinguna.

Tómas hóf störf hjá Alcoa Fjarðaráli árið 2004, en var árið 2011 ráðinn sem for­stjóri Alcoa í Evr­ópu með aðset­ur í Genf. Hann hafði jafnframt yf­ir­stjórn álfram­leiðslu­sviðs (e. Global Primary Products) Alcoa í álf­unni.

Í tilkynningunni er sagt frá því að reynsla Tómasar muni nýtast vel við að bæta framleiðslu fyrirtækisins. Tómas lauk prófi frá Háskóla Íslands í verkfræði og fékk mastersgráðu í framkvæmdaáætlun frá Cornell háskólanum í Bandaríkjunum árið 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK