Vélrænn lestur ársreikninga

Nemendurnir eru allir við nám í HR.
Nemendurnir eru allir við nám í HR. Ómar Óskarsson

Þrír nemendur við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa þróað aðferð sem flokkar gögn úr ársskýrslum fyrirtækja með vélrænum lærdómi og gervigreind. Verkefnið var unnið í samstarfi við fyrirtækið Kóða, en horft er til þess í framtíðinni að geta unnið úr gögnunum og birta þau. Þetta kemur fram á vef Skýrslutæknifélagsins.

Það eru þau Carsten Petersen, Róbert Gunnarsson og Sigurrós Soffía Kristinsdóttir sem standa á bakvið verkefnið, en í dag eru skýrslurnar aðeins aðgengilegar almenningi á pdf-formi. Með vélrænum lærdómi var hægt að finna mynstur í gögnum sem svo var notað við spár um mögulegar aðstæður. Módelið var unnið út frá 300 ársreikningum og 1200 skýrslum í textagreiningu.

Fram kemur í frétt Skýrslutæknifélagsins að árangurinn hafi verið framar vonum hópsins, en þau náðu 90% af gögnum úr þremur aðalköflum hverrar ársskýrslu.

Sigurrós mun starfa há Kóða í sumar, en áætlað er að birta gögnin í framtíðinni á vefsíðu fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK