Verðbólgan 2,2%

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 12,2%
Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 12,2% Sigurður Bogi Sævarsson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2014 hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,48% frá maí. Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 12,2% (vísitöluáhrif 0,19%).  

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,2% og vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,0%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,7% sem jafngildir 3,0% verðbólgu á ári (1,8% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis), segir á vef Hagstofu Íslands. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eru 2,5% og er þetta fimmti mánuðurinn í röð sem verðbólgan hér á landi er undir verðbólgumarkmiðum bankans.



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK