Tækniþróunarsjóður úthlutar 461 milljón

Tækniþróunarsjóður er meðal þeirra samkeppnissjóða sem ríkið leggur til fjármuni …
Tækniþróunarsjóður er meðal þeirra samkeppnissjóða sem ríkið leggur til fjármuni árlega. Árni Sæberg

Tækniþróunarsjóður úthlutaði 461 milljón til 45 verkefna í fyrri úthlutun sinni í ár, en meðal verkefna sem styrkt eru í þetta skiptið er samgöngulausn fyrir heimskautasvæði, framleiðsla lífefna úr kísilþörungum, fjöðrunargafflar, dreifinet fyrir sjónvarpsefni, framleiðsla sveigjanlegra hitaveituröra og krabbameinslyfjanæmispróf. 

Sjóðurinn hefur til umráða 987,5 milljónum á þessu ári, en hann mun einnig veita styrki í lok ársins. Styrkirnir nú renna annars vegar til 22 nýrra verkefna og 23 framhaldsverkefna, en allar umsóknir um framhaldsstyrki hlutu styrk. 

Sjóðurinn fagnar 10 ára afmæli á þessu ári, en hann var stofnaður árið 2004 og hefur verið mikilvægur fyrir íslensk fyrirtæki og frumkvöðla sem hafa fengið styrk úr sjóðnum við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Í tilkynningu kemur fram að í ljósi yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra og formanns Vísinda- og tækniráðs, um verulega stækkun sjóðsins sé mikill hugur í stjórn Tækniþróunarsjóðs.

Tækniþróunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Stjórnarformaður er Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP. Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.  Hlutverk hans er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði allra atvinnugreina, sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Rannís hefur umsjón með starfsemi sjóðsins. 

Sjá má heildarlista yfir styrkþega í meðfylgjandi skjali.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK