Airbus nýtti sér slæmt veður á Íslandi

Á sama tíma og Íslendingar flestir börmuðu sér yfir hverri leiðinda lægðinni sem gekk yfir landið í síðustu viku sá evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus sér leik á borði. Var í hvelli ákveðið að fljúga einni af A350 XWB flugprófunarvélunum hingað til lands þar sem prófanir fóru fram í hliðarvindi.

Flugprófunarvélin MSN1 lenti í Keflavík fimmtudaginn 3. júlí en henni var flogið frá höfuðstöðvum Airbus í Toulouse í Frakklandi. Samdægurs hófust prófanir, bæði á flugtaki og lendingu á flugbrautum Keflavíkurflugvallar.

Ákvörðunin hefur greinilega verið tekin í miklum flýti innan Airbus því vanalega birtir fyrirtækið myndir á samfélagsmiðlum ellegar frétt á vefsvæði sínu. Engar slíkar hafa hins vegar verið birtar enn.

Á fréttavefnum Allt um flug er hins vegar birt mynd af A350 XWB MSN1 þar sem hún er í Keflavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK