Gluggalausar flugvélar framtíðin?

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus segist leiðandi þegar kemur að tæknilegri framþróun í framleiðslu farþegaþota. Fyrirtækið sótti nýlega um einkaleyfi á tækni sem gerir því kleift að framleiða og fljúga flugvélum án flugstjórnarklefa fremst í vélinni. Í stað þess horfi flugmenn á tölvuskjái.

Einkaleyfið ber í lauslegri þýðingu titilinn: Flugvél með stjórnklefa útbúnum útsýnisyfirborði flugmanna sem að hluta til er tölvuskjár (e. Aircraft with a cockpit including a viewing surface for piloting which is at least partially virtual). Þá er í einkaleyfisumsókninni útskýrt að á meðan stjórnklefinn þurfi í dag að vera við nef flugvéla til að flugmenn sjái hvað mæti þeim sé í dag tæknilega mögulegt að flugmenn hafi betra útsýni þrátt fyrir að stjórnklefinn sé annars staðar og engir gluggar séu framan á flugvélinni.

Með því að fjarlægja gluggana má enn minnka loftmótsstöðu flugvélarinnar og þar með einnig eldsneytisnotkun hennar. Þá má einnig koma fleiri sætum fyrir í farþegarými ef stjórnklefinn er annars staðar í flugvélinni, t.d. á neðri hæð. Væri þar með enn aukið á hagkvæmni farþegaflugvélar. Stjórnklefinn yrði útbúinn tölvuskjáum sem tryggði útsýni til allra átta, enda flugvélin þá útbúin fjölmörgum myndavélum á ytra byrði. Flugvélin yrði einnig öruggari, þar sem erfiðara væri fyrir flugræningja að komast að stjórnklefanum.

Þá má ímynda sér að ef þetta gengur upp verði næsta skref að fjarlægja alla glugga á flugvélum framtíðarinnar. Farþegar geti þá fylgst með því sem fyrir utan gerist á tölvuskjáum, rétt eins og flugmennirnir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK